Category Archives: Tilkynningar

Fréttatengt efni

allir vinna

Átakið „Allir vinna“ hefur verið framlengt til 31. desember 2014. Endurgreiðsla virðisaukaskatts verður áfram 100% á árinu 2014.

Með allt uppi á borðinu færðu virðisaukaskattinn endurgreiddan
Það er einfalt að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Farðu inn á www.skattur.is, skráðu þig inn og fylltu út eyðublaðið „beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts.“ Halda þarf til haga frumritum af öllum reikningum sem greiddir hafa verið vegna vinnu á byggingarstað. Reikningarnir þurfa að vera sundurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnukostnað hins vegar.
Reikningum og staðfestingu á að þeir hafi verið greiddir er síðan skilað til ríkisskattstjóra sem endurgreiðir virðisaukaskattinn.