Endurnýjun raflagna

forsidaf

Bruni

Bræddur tengill, vegna skammhlaups.

electfire

Eldhætta

Fram undir 1950 voru flestar rafmagnsleiðslur, sem lagðar voru í hús hér á landi, með gúmmí-eða tjörueinangrun. Ekki er gert ráð fyrir að slík einangrun endist mikið lengur en í 25 ár því að hún kolast með tímanum og hættir að einangra. Afleiðingin er skammhlaup með neistaflugi sem getur kveikt í. Yfirleitt koma skemmdir á einangrun fyrst í ljós í tengidósum eða á öðrum tengistöðum. Ef þið hafið grun um að raflögnin hjá ykkur sé frá þeim tíma þegar enn var notuð tjöru-og gúmmíeinangrun er rétt að gera ráðstafanir til að endurnýja rafkerfið.
Upp úr 1950 tók plasteinangrun við af gúmmí- og tjörueinangruninni. Plastið endist mun betur en eldri einangrun. Þó getur plasteinangrun rafmagnsleiðslna gefið sig og molnað utan af vírunum ef leiðsla hitnar óeðlilega mikið. Slíkt gerist t.d. ef grönn leiðsla er látin flytja meiri straum en hún er gerð fyrir. Öryggin í rafmagnstöflunni eiga að koma í veg fyrir að slíkt gerist í föstum raflögnum, svo framarlega sem ekki eru notuð sterkari öryggi en raflagnirnar eru gerðar fyrir.

Hafið samband:
Senda póst